Óvissan alltaf verið mikil

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir

Það hef­ur alltaf verið ljóst að bein er­lend fjár­muna­eign inn­láns­stofn­ana í slitameðferð eigi að telj­ast með eign­um þeirra, að sögn Seðlabanka Íslands.

Í svari Seðlabank­ans við fyr­ir­spurn­um Morg­un­blaðsins seg­ir að hald­bær­ar upp­lýs­ing­ar um er­lend­ar eign­ir þeirra hafi hins veg­ar ekki legið fyr­ir fyrr en á síðari hluta síðasta árs og hafi þær komið fram í birt­ingu bank­ans á er­lendri stöðu þjóðarbús­ins í des­em­ber síðastliðnum.

„Vegna flók­ins ut­an­um­halds um er­lend­ar fjár­fest­ing­ar var ekki unnt að birta beina er­lenda fjár­muna­eign þeirra fyrr en nú. Í fe­brú­ar síðastliðnum birti Seðlabank­inn grein nokk­urra sér­fræðinga bank­ans um er­lenda skulda­stöðu þjóðarbús­ins þar sem lagt var mat á er­lenda stöðu þjóðarbús­ins þegar inn­lend­ar og er­lend­ar eign­ir þrota­búa hafa verið seld­ar og tekið hef­ur verið til­lit til annarra þátta sem brengla op­in­ber gögn um skuld­ir og eign­ir, þar á meðal beina fjár­muna­eign inn­láns­stofn­ana í slitameðferð.

Þar er kom­ist að þeirri niður­stöðu að upp­gjör þrota­búa banka og eign­ar­halds­fé­laga muni þegar upp er staðið fela í sér skuld inn­lendra aðila við er­lenda er næmi 45% lands­fram­leiðslu, er bæt­ist að lok­um við hreina stöðu þjóðarbús­ins án fyr­ir­tækja í slitameðferð. Að nokkru leyti end­ur­spegl­ar breyt­ing­in á fram­setn­ingu upp­gjörs­ins það ferli, þ.e.a.s krafa þrota­bús á inn­lend fyr­ir­tæki er gerð upp með því að búið leys­ir til sín und­ir­liggj­andi eign­ir, sem síðan eru seld­ar og and­virðinu ráðstafað til er­lendra og inn­lendra kröfu­hafa. En eins og ávallt hef­ur verið lögð mik­il áhersla á er út­koma þessa ferl­is enn mjög óviss,“ seg­ir í svari bank­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK