Fjárfestingarfélagið Exista greiddi út bónusa til forstjóra félagsins og framkvæmdastjórnar á árinu 2009 vegna frammistöðu ársins á undan. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins og jafnframt að til standi að rifta þessum bónusum.
Exista tapaði 206,3 milljörðum króna á árinu 2008 og 241,9 milljörðum króna á árinu 2009.
Viðskiptablaðið segir, að hæstu bónusarnir hafi verið í kringum 10 milljónir króna. Þeir runnu til fyrrum forstjóra Existu, Erlends Hjaltasonar og Sigurðar Valtýssonar. Frekari bónusar voru síðan greiddir til annarra innan framkvæmdastjórnar félagsins en þeir fóru stiglækkandi eftir starfstitli viðkomandi.
Bræðurnir Ágúst
og Lýður Guðmundssynir voru á
þessum tíma skráðir eigendur nánast alls hlutafjár í Existu og sátu í
stjórn félagsins ásamt Hildi Árnadóttur, fjármálastjóra Bakkavarar.