„Hagkerfið að taka við sér“

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.

„Hagkerfið er að taka við sér sem er jákvætt. Þetta er fyrsti hagvöxturinn sem við sjáum frá öðrum ársfjórðungi 2008,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, um nýjar tölur Hagstofunnar.

Landsframleiðsla jókst um 2% að raungildi milli 4. ársfjórðungs 2010 og 1. ársfjórðungs 2011, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar. 

Fram kemur að landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2011, án árstíðaleiðréttingar, hafi aukist um 3,4% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Árstíðaleiðrétt mælist hún 2,2%. Ingólfur segir að sú tala (2,2%) sé best að nota til samanburðar við þær hagspár sem hafi verið gefnar út.

„Allar þessar opinberu spár frá Seðlabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Hagstofunni og OECD hljóða upp á hagvöxt á bilinu 2,2 - 2,3% á þessu ári. Þessar tölur fyrir fyrsta ársfjórðung eru mjög mikið í línu við þessar hagvaxtarspár,“ segir Ingólfur.

Staðan viðunandi

Ef breytingar eru skoðaðar án árstíðaleiðréttinga hefur mælst stöðugur samdráttur frá öðrum ársfjórðungi 2008 en þá mældist 2,3% hagvöxtur að sögn Ingólfs. Þá bætir hann við að allt bendi til þess að árið í ár verði betra en árið 2008 hvað hagvöxt varðar.

„Í samanburði við löndin í kringum okkur þá er þetta ágætis hagvöxtur. Ef við tökum þessar tölur sem til eru fyrir Bandaríkin og evrusvæðið, þá var 2,5% hagvöxtur að meðaltali í ESB-ríkjunum á fyrsta fjórðungi og 2,3% í Bandaríkjunum,“ segir Ingólfur. Þetta sé þá borið saman við 2,2,% hagvöxt hér á landi árstíðaleiðrétt á fyrsta ársfjórðungi.

Ingólfur segir að þetta sé því viðunandi niðurstaða.

Eins og við hafi verið að búast valdi aukin einkaneysla og fjárfestingar   þessum vexti.

Framlag utanríkisviðskipta til einkaneyslu hafi hins vegar verið neikvætt á fyrsta ársfjórðungi. „Þessi litli vöxtur í útflutningi veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir að raungengið sé lágt þá er hann [útflutningurinn] ekki að skapa þann vöxt sem hann ætti að gera,“ segir Ingólfur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK