Sjávarútvegurinn dró hagvaxtarvagninn

Loðnuveiðar
Loðnuveiðar Árni Sæberg

Hefðbundn­ir drif­kraft­ar hag­vaxt­ar dróg­ust sam­an á fyrsta fjórðungi sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar. Það var fyrst og fremst árstíðarbund­inn þátt­ur, vetr­ar­vertíð til sjós ásamt vel heppnaðri loðnu­vertíð, sem skilaði 2% hag­vexti á tíma­bil­inu miðað við fjórðung­inn á und­an. 

Það var fyrst og fremst vetr­ar­vertíðin sem skilaði 2% hag­vöxt á fyrsta fjórðungi þessa árs. Helstu drif­kraft­ar hag­vaxt­ar dróg­ust sam­an á fyrstu þrem mánuðum árs­ins en hins juk­ust birgðir mikið, fyrst og fremst vegna vertr­ar­vertíðar­inn­ar, eða um ríf­lega 21 millj­arð. Það skýr­ir aukn­ingu þjóðarút­gjalda um 5,1 á tíma­bil­inu sam­kvæmt mæl­ingu hag­stof­unn­ar.

Á meðan að birgðir vegna vetr­ar­vertíðar juk­ust mikið á tíma­bil­inu þá dróst fjár­fest­ing enn og aft­ur veru­lega sam­an eða um 6,8% miðað við síðasta fjórðung í fyrra. Einka­neysl­an dróst sam­an um 1,6%. At­hygli vek­ur að út­flutn­ing­ur dróst sam­an um 8,2% og á sama tíma dróst inn­flutn­ing­ur minna sam­an eða um 4,1% á tíma­bil­inu. Sam­neysl­an jókst lít­il­lega eða um 0,1%.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK