Sjávarútvegurinn dró hagvaxtarvagninn

Loðnuveiðar
Loðnuveiðar Árni Sæberg

Hefðbundnir drifkraftar hagvaxtar drógust saman á fyrsta fjórðungi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það var fyrst og fremst árstíðarbundinn þáttur, vetrarvertíð til sjós ásamt vel heppnaðri loðnuvertíð, sem skilaði 2% hagvexti á tímabilinu miðað við fjórðunginn á undan. 

Það var fyrst og fremst vetrarvertíðin sem skilaði 2% hagvöxt á fyrsta fjórðungi þessa árs. Helstu drifkraftar hagvaxtar drógust saman á fyrstu þrem mánuðum ársins en hins jukust birgðir mikið, fyrst og fremst vegna vertrarvertíðarinnar, eða um ríflega 21 milljarð. Það skýrir aukningu þjóðarútgjalda um 5,1 á tímabilinu samkvæmt mælingu hagstofunnar.

Á meðan að birgðir vegna vetrarvertíðar jukust mikið á tímabilinu þá dróst fjárfesting enn og aftur verulega saman eða um 6,8% miðað við síðasta fjórðung í fyrra. Einkaneyslan dróst saman um 1,6%. Athygli vekur að útflutningur dróst saman um 8,2% og á sama tíma dróst innflutningur minna saman eða um 4,1% á tímabilinu. Samneyslan jókst lítillega eða um 0,1%.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka