Rassskelling eða skynsemi?

Greiningardeild Arion banka spáir því, að peningastefnunefnd Seðlabankains haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum í næstu viku. Segir Arion banki, að túlka mætti hækkun stýrivaxta sem vandræðalega rassskellingu og áfellisdóm yfir nýjum kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda.

Í Markaðspunktum Arion banka segir, að  þótt ýmis rök hnýgi bæði með og á móti stýrivaxtahækkun muni skynsemissjónarmiðið vega þyngra, þ.e. að hinn brothætti efnahagsbati sem er í augsýn, njóti vafans. Bollaleggingar um að sýna mátt sinn og megin verða því látnar sjatna tímabundið í það minnsta, þar til áhrif kjarasamninganna og næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta liggja betur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK