Skilanefndir undir slitastjórnir

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/GSH

„Það er vanda­mál, að ekki séu þeir sömu sem eiga bank­ana og þeir sem stjórna þeim.“ Þetta sagði Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra á morg­un­verðar­fundi á veg­um Sam­keppn­is­stofn­un­ar í morg­un. Hann vill að sett verði sól­ar­lags­ákvæði um skila­nefnd­ir bank­anna þannig að starf­semi þeirra falli und­ir slita­stjórn­irn­ar í lok þessa árs.

„Við ætl­um að hafa skýr­ar lín­ur í árs­lok um hvernig farið verður með þessi mál. Hvers vegna ætti að reka þrota­bú banka um langa hríð án þess að fara fram á gjaldþrota­skipti? “

„Það er eng­um til góðs að skila­nefnd­ir verði til sjálfs síns vegna um ára­bil. Það þarf að ljúka þess­ari eig­enda­ó­vissu. Við þurf­um að búa til raun­veru­lega eig­end­ur sem hafa raun­veru­leg­an haga af því að reka banka vel,“ sagði Árni Páll.

„Við vilj­um eng­in ný stjörnu­merki á him­in­hvolf viðskiptalifsíns, við þurf­um að tryggja gagn­sæi, öfl­uga sam­keppni og sölu fyr­ir­tækj­anna,“ sagði Árni Páll.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka