Skilanefndir undir slitastjórnir

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/GSH

„Það er vandamál, að ekki séu þeir sömu sem eiga bankana og þeir sem stjórna þeim.“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra á morgunverðarfundi á vegum Samkeppnisstofnunar í morgun. Hann vill að sett verði sólarlagsákvæði um skilanefndir bankanna þannig að starfsemi þeirra falli undir slitastjórnirnar í lok þessa árs.

„Við ætlum að hafa skýrar línur í árslok um hvernig farið verður með þessi mál. Hvers vegna ætti að reka þrotabú banka um langa hríð án þess að fara fram á gjaldþrotaskipti? “

„Það er engum til góðs að skilanefndir verði til sjálfs síns vegna um árabil. Það þarf að ljúka þessari eigendaóvissu. Við þurfum að búa til raunverulega eigendur sem hafa raunverulegan haga af því að reka banka vel,“ sagði Árni Páll.

„Við viljum engin ný stjörnumerki á himinhvolf viðskiptalifsíns, við þurfum að tryggja gagnsæi, öfluga samkeppni og sölu fyrirtækjanna,“ sagði Árni Páll.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK