Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eru til umfjöllunar í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Ekki er ljóst hvenær stjórnin lýkur umfjöllun sinni og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um að gefa þær út og birta.
Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks.
Einnig segir að við undirbúning reglnanna hafi verið tekið mið af erlendum reglum um sama efni, einkum sænskum reglum.