Mótormaxdómi fagnað en áhrif sögð lítil

Landssamband kúabænda er meðal þeirra sem fagnar dómnum.
Landssamband kúabænda er meðal þeirra sem fagnar dómnum.

Að sögn tals­manns Íslands­banka er það mat sér­fræðinga bank­ans að láns­formið sem Hæstirétt­ur dæmdi ólög­legt í Motormax-mál­inu svo­kallaða í vik­unni sé ósam­bæri­legt flest­um láns­form­um bank­ans. Hins­veg­ar mun bank­inn gera gera frek­ari út­tekt á lána­söfn­um sín­um með hliðsjón af dómn­um og meta áhrif hans.

Hjá Ari­on-banka eru lög­menn að meta áhrif dóms­ins út frá því hvort og þá að hve miklu leyti hann mun hafa áhrif á lána­samn­inga bank­ans.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu mun dóm­ur­inn ekki hafa nein áhrif á eig­in­fjárþörf bank­anna. Full­trú­ar allra bank­anna staðfesta þetta mat, en eins og fram hef­ur komið tel­ur Lands­bank­inn að kostnaður­inn vegna dóms­ins muni verða um 16 millj­arðar. Búið var að gera varúðarráðstaf­an­ir fyr­ir að úr­sk­urður Hæsta­rétt­ar yrði á þenn­an veg.

Kúa­bænd­ur og eig­end­ur smá­báta fagna dómn­um

Morg­un­blaðið ræddi við nokkra lög­menn í gær sem ann­ast mál fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur sem eru með sam­bæri­lega lána­samn­inga við Lands­bank­ann og þann sem Hæstirétt­ur dæmdi ólög­leg­an. Þeir eru sam­mála um að dóm­ur­inn sé fagnaðarefni en hins­veg­ar benda þeir á að út­færsl­an á leiðrétt­ingu kunni að verða flók­in. Und­ir þetta mat er tekið í yf­ir­lýs­ingu frá Lands­bank­an­um vegna dóms­ins, en þar kem­ur að fram að framund­an er mik­il vinna við end­urút­reikn­ing lána sem falla und­ir dóm­inn og má bú­ast við að sú vinna taki tals­verðan tíma.

Þrátt fyr­ir að bank­arn­ir leggi á það áherslu að dóm­ur­inn og hugs­an­leg for­dæmi hans grafi ekki und­an eig­in­fjár­stöðu þeirra með mark­tæk­um hætti þá er ljóst að hann kem­ur til með að hafa um­tals­verð áhrif í banka­kerf­inu.

Verðtrygg­ing­armi­s­vægi bank­anna versn­ar að öll­um lík­ind­um

Færð sem er­lend eign við út­gáfu skulda­bréfs

Áhrif á banka­kerfið



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK