Starfsfólki Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum var tilkynnt á fundi í morgun að Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, hafi látið af störfum. Starfsfólki var sagt að reksturverksmiðjunnar yrði óbreyttr og starf framkvæmdastjóra auglýst eins fljótt og kostur er. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.
Þangað til mun Þorgeir Samúelsson framleiðslustjóri sjá um daglegan rekstur. Bandarískt fyrirtæki á 60% hlut í verksmiðjunni en Byggðastofnun á langstærsta hlutann þar á móti.
Magnús Helgason er fulltrúi Byggðstofnunar í stjórn verksmiðjunnar. Hann sagðist í samtali við Skessuhorn ekki geta tjáð sig um brotthvarf framkvæmdastjórans að öðru leyti en því að hann hafi látið af störfum.