Vaxtahækkun líkleg

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að verðbólguhorfur hafi versnað en verðbólga hefur hækkað ört að undanförnu á Íslandi. Launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum eru einnig í efri mörkum þess sem peningastefnunefnd Seðlabankans hafði búist við. Þetta kom fram á kynningarfundi bankans en vaxtaákvörun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands var kynnt í morgun.

Þessi aukna verðbólga skýrist einkum af lágu gengi krónunnar og eldsneytisverðshækkunum. Ef núverandi gengi krónunnar styrkist ekki á næstunni þá er útlit fyrir að launahækkanir sem felast í nýgerðum kjarasamningum vera meiri en samræmist verðbólgumarkmiðinu til lengdar, segir Már.

Útlit fyrir meiri slaka í ríkisfjármálum

Að sögn seðlabankastjóra gæti þurft að auka aðhald í peningamálastefnu bankans. Hann segir líklegra að vextir hækki á næstunni fremur en að þeir lækki. Það sé hins vegar ekki öruggt.

Í ágúst mun Seðlabankinn birta nýja þjóðhagsspá með nýjum upplýsingum og nýtt mat verður þar lagt á atvinnuleysi og hagvöxt á Íslandi. Hann segir að útlit sé fyrir meiri slaka í ríkisfjármálum en áður. Merki sé að finna þar að lútandi í fimmtu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem og í tengslum við gerð kjarasamninga en þar var að finna áheit um breytingar á útgjöldum og tekjum ríkissjóðs.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25%, svo nefndir stýrivextir, og daglánavextir 5,25%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK