Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur ekki upplýsingar um hversu margir starfa fyrir skilanefndir bankanna né heldur hve margir starfa hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og fjárfestingarbönkum á Íslandi. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Segir í svari ráðherra að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi ekki beinan aðgang að upplýsingum um málefni
einstakra eftirlitsskyldra aðila.
Svör ráðherra við fyrirspurn Bjarna frá því mars er að finna hér