Segir Ísland vera komið inn úr kuldanum

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. Friðrik Tryggvason

Ásgeir Jóns­son hag­fræðing­ur skrif­ar grein í Wall Street Journal, þar sem hann seg­ir að gæfa Íslend­inga fel­ist í því að hafa ekki getað bjargað bönk­un­um.

Íslenska ríkið lauk sem kunn­ugt er skulda­bréfa­út­boði fyr­ir einn millj­arð doll­ara á dög­un­um. Ásgeir seg­ir að það sé vitn­is­b­urður um að fjár­fest­ar leggi bless­un sína yfir viðbrögð rík­is­ins við banka­hrun­inu og telji hag­kerfið vera á bata­vegi.

Gæfa Íslands hafi fal­ist í því að eiga ekki kost á björg­un - það hafi ekki verið í Evr­ópu­sam­band­inu og al­mennt hafi ekki verið tal­in smit­hætta af greiðslu­falli Íslands.

Ásgeir ber sam­an stöðu Íslands og Írlands. Írar hafi brugðist við svipuðum vanda árið 2008, en gripið til þess ráðs að ábyrgj­ast all­ar skuld­bind­ing­ar banka­kerf­is­ins. Fé skatt­borg­ara hafi þannig verið sett að veði fyr­ir írsku bank­ana. Því séu írsk­ir skatt­greiðend­ur í verri stöðu en ís­lensk­ir.

Þá seg­ir Ásgeir að í ljós hafi komið að bankakrepp­an sé ekki lausa­fjár­vandi, eins og fyrst hafi verið ályktað, held­ur eig­in­fjár­vandi.

Grein Ásgeirs á Wall Street Journal.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK