Gengi evru lækkar

00:00
00:00

Gengi evru lækkaði gagn­vart Banda­ríkja­dal og jeni á gjald­eyr­is­mörkuðum í Asíu í nótt. Í dag munu leiðtog­ar Frakk­lands og Þýska­lands eiga fund í Berlín þar sem mál­efni Grikk­lands verða rædd.

Evr­an er nú skráð 1,4163 dal­ur og 113,97 jen. Það virðist því ljóst að markaður­inn hef­ur tekið lítið mark á um­mæl­um Olli Rehn, sem fer með efna­hags­mál hjá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, í gær um að vænt­an­lega yrði ákvörðun um annað neyðarlán til handa Grikkj­um frestað þar til um miðjan júlí.Telja sér­fræðing­ar að það sé til lít­ils að fresta vanda­mál­inu. Það sem muni ger­ast sé að fjár­fest­ar reyni að losa sig við evr­una.

Fjár­fest­ar gera nú ráð fyr­ir því að tak­ist grísku rík­is­stjórn­inni ekki að koma í gegn harka­leg­um sparnaðar- og hagræðing­araðgerðum muni Grikk­land ekki fá næsta hluta láns­ins frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og Evr­ópu­sam­band­inu og þar með ekki geta staðið skil á skuld­um sín­um.

Skulda­trygg­ingarálagið á grísk rík­is­skulda­bréf hækkaði um heil 4,35 pró­sent í gær og fór í 21,89 pró­sent. Ávöxt­un­ar­krafa á tveggja ára gríska rík­is­víxla fór upp í 30 pró­sent í gær, en þess­ar tvær töl­ur, skulda­trygg­ingarálagið og ávöxt­un­ar­kraf­an, bera þess merki að fjár­fest­ar hafa litla sem enga trú á því að Grikk­land nái að vinna sig úr þeim al­var­lega vanda sem ríkið er í núna.

Skulda­trygg­ingarálag á írsk og portú­gölsk skulda­bréf hækkaði einnig í gær og er um 8 pró­sent.

Óreiða ein­kenn­ir nú grísk stjórn­mál. For­sæt­is­ráðherr­ann, Georg Pap­andreou, hafði á miðviku­dag sagst ætla að hrista upp í rík­is­stjórn­inni, en í gær hætti hann við og hélt þess í stað ræðu í þing­inu þar sem hann bað þing­heim um að styðja sparnaðaráform rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Banda­mönn­um hans á þingi fer fækk­andi, en áhrifa­mikl­ir þing­menn hafa hætt stuðningi við stjórn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK