Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ítrekaði í dag að þörf að einka fjármálastofnanir komi að myndarlegri aðstoð til Grikklands á sama tíma og evru-hópurinn svonefndi varaði við því að fjármálakreppan gæti breiðst út eins og eldur í sinu um hagkerfi Evrópusambandsríkjanna.
Merkel sagði á fundi hjá flokk sínum, kristilegum demókrötum, í Berlín í dag að reyna verði að fá banka og tryggingafyrirtæki til þess að koma að aðstoð við Grikki. Slíkt væri hins vegar ekki mögulegt nema þeir kæmu að aðstoðinni af fúsum og frjálsum vilja.
Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble tók í svipaðan streng og Merkel í viðtali við blaðið Boerrsenzeitung.
Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker, sem stýrir umræðu efnahagsmála innan evruríkjanna, varaði fyrr í dag við því að kreppan gæti breiðst út og ekki væri víst að Spánn væri næstur heldur stæði Ítalía og Belgía illa vegna bágs ástands ríkissjóða landanna.