Hvetur banka til að styðja Grikki

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands fylgir kanslara Þýskalands, Angeli Merkel fast …
Nicolas Sarkozy forseti Frakklands fylgir kanslara Þýskalands, Angeli Merkel fast á eftir en leiðtogarnir áttu fund í gær um málefni Grikklands og fleira í gær R

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, ít­rekaði í dag að þörf að einka fjár­mála­stofn­an­ir komi að mynd­ar­legri aðstoð til Grikk­lands á sama tíma og evru-hóp­ur­inn svo­nefndi varaði við því að fjár­málakrepp­an gæti breiðst út eins og eld­ur í sinu um hag­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna.

Merkel sagði á fundi hjá flokk sín­um, kristi­leg­um demó­kröt­um, í Berlín í dag að reyna verði að fá banka og trygg­inga­fyr­ir­tæki til þess að koma að aðstoð við Grikki. Slíkt væri hins veg­ar ekki mögu­legt nema þeir kæmu að aðstoðinni af fús­um og frjáls­um vilja.

Fjár­málaráðherra Þýska­lands, Wolfgang Schäu­ble tók í svipaðan streng og Merkel í viðtali við blaðið Boerr­senzeit­ung.

For­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar, Jean-Clau­de Juncker, sem stýr­ir umræðu efna­hags­mála inn­an evru­ríkj­anna, varaði fyrr í dag við því að krepp­an gæti breiðst út og ekki væri víst að Spánn væri næst­ur held­ur stæði Ítal­ía og Belg­ía illa vegna bágs ástands rík­is­sjóða land­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK