Ítalía og Belgía gætu verið næst

Bankastjóri Seðlabanka Evrópu og Jean-Claude Trichet forsætisráðherra Lúxemborgar Jean-Claude Juncker.
Bankastjóri Seðlabanka Evrópu og Jean-Claude Trichet forsætisráðherra Lúxemborgar Jean-Claude Juncker. Reuters

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker, sem stýrir umræðu efnahagsmála innan evruríkjanna, varaði við því í dag að kreppan sem ríki í Grikklandi og fleiri aðildarríkjum myntbandalags Evrópu geti breiðst enn frekar út. Varar hann við því að Ítalía og Belgía geti orðið næstu fórnarlömb. „Við erum að leika okkur að eldinum," segir hann í viðtali við þýska dagblaðið Suddeutsche Zeitung.

Segir Juncker að gríðarlegar skuldir ríkissjóða þessara tveggja ríkja geti þýtt að þau verði að leita á náðir neyðaraðstoðar frá Evrópusambandinu líkt og Grikklandi, Írland og Portúgal. Það geti jafnvel gerst áður en Spánn þurfi að leita eftir aðstoð en talsvert hefur verið rætt um að Spánn gæti verið næsta evru-ríkið sem myndi leita á náðir ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hann varar við því að einkaaðilar verði þvingaðir til þess að taka þátt í öðrum björgunarpakka Grikkja sem er verið að undirbúa. Alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin myndu ekki líta á slíkt jákvæðum augum og það gæti haft hrikaleg áhrif á evruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK