Söluþrýstingur á grísk ríkisskuldabréf

Niðurskurði mótmælt fyrir utan gríska þingið.
Niðurskurði mótmælt fyrir utan gríska þingið. Reuters

Áhættuálagið á grísk ríkisskuldabréf hefur hækkað umtalsvert á mörkuðum í morgun. Hækkunin endurspeglar hættuna á greiðslufalli gríska ríkisins í næsta mánuði ef að þing landsins samþykkir ekki niðurskurðaráform stjórnvalda á næstunni.

Ávöxtunarkrafan á grísk ríkisskuldabréf fór 17,83% í morgun og hafði hún hækkað um 30 punkta. Krafan fór í hæstu hæðir á föstudag en þá komst hún í 18,9%. 

Söluþrýstingur hefur einnig verið á ríkisskuldabréf annarra skuldsetta evruríkja í morgun.  Einnig hefur evran verið að veikjast á gjaldeyrismörkuðum í morgun en það er fjórði dagurinn í röð sem gengi hennar fellur gagnvart helstu gjaldmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK