300 þúsund krónur á hvert heimili vegna Grikklands

Mótmæli í Aþenu
Mótmæli í Aþenu Reuter

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um bresku hug­veit­unn­ar Open Europe þá mun hvert heim­ili á evru­svæðinu ábyrgj­ast um 270 þúsund krón­ur árið 2014 vegna rík­is­skulda Grikk­lands ef Evr­ópu­sam­bandið samþykk­ir að veita annað neyðarlánið á tveim árum vegna skuldakrepp­unn­ar í land­inu.

Sam­kvæmt skýrslu Open Europe þá ábyrg­ist hvert heim­ili á evru­svæðinu nú þegar tæp­ar 100 þúsund krón­ur vegna lán­veit­inga stofn­ana ESB til Grikk­lands. Sem kunn­ugt er þá þarf ESB að tryggja nýtt neyðarlán á næstu vik­um þannig að hægt verði að af­stýra yf­ir­vof­andi greiðslu­falli gríska rík­is­ins í júlí. Talað er um að það þurfi að vera um 120 millj­arðar evra. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Open Europe gæti frek­ari neyðarlán leitt til þess að hvert heim­ili ábyrg­ist lán til gríska rík­is­ins að and­virði tæp­um 300 þúsund króna eft­ir þrjú ár.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK