Á leið út úr efnahagsvanda

Ísland er að vinna sig út úr þeim efna­hags­vanda­mál­um sem herjað hafa á landið frá hrun­inu haustið 2008. Sam­drátt­ar­skeiði lauk seint á síðasta ári og stefn­ir í 3% hag­vöxt á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD). Þar kem­ur fram að út­lit sé fyr­ir að verðbólga verði áfram lít­il og að vel hafi gengið að inn­leiða þær ábend­ing­ar sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur lagt til.

OECD tel­ur að Seðlabanki Íslands þurfi að styrkja pen­inga­mála­stefnu sína. Þetta kem­ur fram í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar um þróun efna­hags­mála á Íslandi. Ekki hafi tek­ist að tryggja stöðug­leika verðbólgu og of mikl­ar sveifl­ur séu á geng­inu.

Skýrsl­ur af þessu tagi eru gefn­ar út á 18-24 mánaða fresti fyr­ir hvert og eitt aðild­ar­ríki OECD. Síðast var gerð skýrsla um Ísland árið 2009.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að þegar eða ef Ísland fær aðild að Evr­ópu­sam­band­inu eigi það að óska eft­ir upp­töku evru eins fljótt og auðið er.

Skýrslu­höf­und­ar segja að stjórn­völd á Íslandi hafi mark­viss unnið að því að draga úr at­vinnu­leysi meðal ann­ars með því að bjóða upp á störf og starfsþjálf­un. Eins eigi að setja upp sér­stak­an sjóð sem hef­ur það að mark­miði að auka mögu­leika at­vinnu­lausra á að mennta sig. 

Á sama tíma og dreg­ur úr at­vinnu­leysi á að af­nema í áföng­um þau bráðabirgðaákvæði sem samþykkt voru í kjöl­far efna­hags­hruns­ins og varða auk­inn rétt á greiðslum á at­vinnu­leys­is­bót­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK