Spá mestu verðbólgu í 10 mánuði

Verð á íbúðarhúsnæði hefur verið að hækka nokkuð undanfarið og …
Verð á íbúðarhúsnæði hefur verið að hækka nokkuð undanfarið og viðskipti að glæðast á þeim markaði. Reuters

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,4% í júní frá fyrri mánuði. Ef svo verður raunin mun tólf mánaða verðbólga fara úr 3,4% í 4,1%, en svo mikil hefur verðbólgan ekki mælst síðan í ágúst í fyrra.

„Að okkar mati er það einna helst fernt sem veldur hækkun vísitölunnar nú á milli maí og júní. Er það hækkun húsnæðisverðs, veiking krónu að undanförnu, kjarasamningsbundnar launahækkanir og hrávöruverðshækkanir.

Við gerum þannig ráð fyrir að reiknuð húsaleiga hækki nokkuð á milli mánaða en verð á íbúðarhúsnæði hefur verið að hækka nokkuð undanfarið og viðskipti að glæðast á þeim markaði. Áætlum við að húsnæðisliður vísitölunnar í heild muni leiða til 0,15% hækkunar á VNV.

Einnig eru vísbendingar um nokkra hækkun á einstökum tegundum matvöru, sem tengist þeirri þróun sem verið hefur á hrávörumörkuðum erlendis. Eins kann gengisþróunin að undanförnu að valda nokkurri hækkun á innfluttum vörum á borð við raftæki. Við gerum ráð fyrir því að aukinn launakostnaður birtist í hækkun í verði ýmissa þjónustuliða í vísitölunni. Af öðrum liðum sem við teljum að hækki nokkuð í júní má nefna þjónustu hótela og veitingastaða, tómstundir og menningu og jafnvel pakkaferðir, en árstíðarbundin hækkun er algeng í öllum þessum liðum í júní. Áhrif annarra undirliða eru tiltölulega lítil í spá okkar," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka