Varar við breytingum á kvótakerfi

Ísland er langt á veg komið í því að leysa efna­hags­vand­ann eft­ir banka­hrunið, að mati OECD. Skýrsla OECD um Ísland var kynnt á blaðamanna­fundi í Inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu í morg­un. Þar seg­ir að sam­drátt­ur í lands­fram­leiðslu sé hætt­ur og að gert sé ráð fyr­ir því að hag­vöxt­ur fari vax­andi og verði um þrjú pró­sent árið 2012. Mik­ill ár­ang­ur hafi náðst í því að koma banka­kerf­inu á fæt­urna á ný og að skref hafi verið tek­in til að flýta skuldaaðlög­un í einka­geir­an­um.

Hins veg­ar þurfi að styrkja pen­inga­mála­stjórn­un Seðlabank­ans. Hún hafi ekki náð til­ætluðum ár­angri í að tryggja verðstöðug­leika. Til að ná því mark­miði ætti Seðlabank­inn að taka upp verðbólgu­markið þar sem meiri áhersla er lögð á að jafna út verðbólgu­sveifl­ur og nýt­ur stuðnings fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fari svo að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið ætti landið að taka evr­una upp sem fyrst.

Í skýrsl­unni er vikið að kvóta­kerf­inu og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þar seg­ir að hingað til hafi stjórn fisk­veiða verið ár­ang­urs­rík og hafi ýtt und­ir hag­kvæma nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar. OECD var­ar við um­fangs­mikl­um breyt­ing­um á kerf­inu því þær stefni þess­um ár­angri í hættu. Skýrslu­höf­und­ar segja að ef mark­miðið sé að minnka meint órétt­læti í kerf­inu sé heppi­legra að hækka auðlinda­gjald í stað þess að breyta grund­vall­arþátt­um þess. Lítið sé annað hægt að gera til að minnka þetta meinta órétt­læti, þar sem meiri­hluti kvóta­eig­enda hafa keypt sín­ar afla­heim­ild­ir á markaði í stað þess að hafa fengið þær af­hent­ar í upp­hafi. 

mynd/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK