Seðlabankinn greiði dagsektir

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að  Seðlabanka Íslands sé gert að greiða dagsektir vegna vanrækslu á afhendingu gagna og upplýsinga.


Málsatvik eru þau að Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar samkeppnisaðstæður á bankamarkaði. Samkeppniseftirlitið taldi nauðsynlegt að fá tiltekin gögn frá Seðlabankanum um útlán banka. Þann 24. mars 2011, óskaði Samkeppniseftirlitið um upplýsingar frá áfrýjanda með vísan til samkeppnislaga. Þann 6. apríl sl. barst bréf frá Seðlabankanum þar sem kröfu Samkeppniseftirlitsins var hafnað á þeirri forsendu að hann sæi sér ekki fært að afhenda gögnin á grundvelli trúnaðar- og þagnarskyldu sem á bankanum hvílir auk þess sem eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið leitaði sjálft eftir umræddum upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjunum.

Þann 15. apríl sl. birti Samkeppniseftirlitið niðurstöður rannsóknarinnar í umræðuskjali, Samkeppni á bankamarkaði. Í umræðuskjalinu er fjallað um að Samkeppniseftirlitið hafi óskað eftir fyrrgreindum upplýsingum hjá Seðlabankanum. Hafi hann hafnað þeirri ósk og muni Samkeppniseftirlitið fylgja upplýsingabeiðninni eftir með tiltækum ráðum og uppfæra skjalið og niðurstöður þess þegar upplýsingar um útlán banka og sparisjóða liggi fyrir.

Þann 20. apríl sl. birti Samkeppniseftirlitið Seðlabankanum ákvörðun sína um að bankinn hafi brotið gegn samkeppnislögum og að bankanum sé gert að greiða 1,5 milljón króna á dag í sekt þar til umbeðnar upplýsingar berist. Einnig hafði forstjóri Samkeppniseftirlitsins samband við seðlabankastjóra þann dag og gerði honum sérstaklega grein fyrir málinu.

Seðlabankinn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í kjölfarið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hefur nú birt úrskurð sinn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK