Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið á mörkuðum í dag vegna styrkingu Bandaríkjadals og svartsýnni spá um efnahagshorfur.
Í New York fór verð á hráolíu niður í 92,67 dali tunnan en stendur nú í 93,09 dölum. Er það lækkun um 2,32 dali á tunnuna frá því í gær.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 3,09 dali tunnan og er 111,12 dalir tunnan.