Segir gríska banka ætla að taka þátt

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands.
Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. Reuters

Fjármálaráðherra Grikklands, Evangelos Venizelos, sagði við fjölmiðla í dag að grískir bankar og lífeyrissjóðir, ætli að taka þátt í fjárhagsaðstoð við landið. Hann kynnti í dag sumar af þeim aðgerðum sem grísk stjórnvöld hyggjast fara út í til viðbótar við fyrri aðgerðir til þess að reyna að koma í veg fyrir að Grikkland lendi í greiðsluþroti. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Enn standa yfir viðræður á milli grískra ráðamanna annars vegar og Evrópusambandsins og Alþjóðgjaldeyrissjóðsins hins vegar um aðgerðirnar en grísk stjórnvöld hafa þegar samþykkt nokkur atriði í þeim efnum. Á meðal þeirra er að lækka skattleysismörkin úr 12 þúsund evrum niður í átta þúsund evrur og hækka skatta á húshitun.

Venizelos sagði að markmiðið með aðgerðunum væri að endurheimta trúverðugleika Grikklands. Aðspurður hvort einkaaðilar myndu taka þátt í aðgerðunum sagði hann: „Það er ljóst að innlendir eigendur grískra skuldabréfa - sem þýðir bankar og lífeyrissjóðir - eru reiðubúnir og ætla að taka þátt í þessum aðgerðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK