Eignast 60% í Toyota

Stjórnendur Toyota á Íslandi eignast meirihluta í félaginu.
Stjórnendur Toyota á Íslandi eignast meirihluta í félaginu. YURIKO NAKAO

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs sama fyrirtækis, hafa keypt 60% í fyrirtækinu af Landsbankanum.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Landsbankanum, sem hafði eignast allt fyrirtækið. Bankinn mun áfram eiga 40% í fyrirtækinu en ekki hafa afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins. Toyota hefur umboð fyrir tegundirnar Toyota og Lexus á Íslandi. Eignarhaldsbreytingin er gerð með samþykki Toyota Motor Europe (TME), en samþykki TME er helst sagt byggjast á góðu samstarfi við þá Úlfar og Kristján, að því er kemur fram í tilkynningu.

Segir Landsbankinn að þessi gjörningur sé hluti af viðamiklu skuldauppgjöri Toyota á Íslandi við bankann, sem sé nú lokið. Óvissu um rekstur félagsins hafi nú verið eytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK