Gengi hlutabréfa ítalskra banka lækkaði skyndilega mikið í kauphöllinni í Mílanó í dag. Þannig lækkaði gengi bréfa UniCredit, stærsta banka landsins, um rúm 8%.
Bréf Banca Popolare di Milano lækkaði um 4,83%, bréf Intesa Sanpaolo um 3,53% og bréf Banca Monte dei Paschi di Siena um 2,65%.
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's tilkynnti í gær, að það kynni að lækka lánshæfiseinkunn 16 ítalskra banka.