Gengið frá ráðningu Draghi í dag

Mario Draghi seðlabankastjóri Ítalíu
Mario Draghi seðlabankastjóri Ítalíu Reuters

Frakkar vænta þess að leiðtogar Evrópusambandsins muni síðar í dag staðfesta ráðningu Mario Draghi sem yfirmann Seðlabanka Evrópu. Draghi er seðlabankastjóri Ítalíu.

Hefur AFP fréttastofan eftir heimildum að samkomulag sé í nánd um skipun Draghi en fastlega var gert ráð fyrir því að ráðning hans sem eftirmanns Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóra, yrði samþykkt í gær. Trichet lætur af embætti í nóvember.

Frakkar komu í veg fyrir að skipun Draghi yrði kunngerð í gær þrátt fyrir að þeir styðji ráðningu Draghi þar sem þeir vilja tryggja sér sæti í framkvæmdastjórn Seðlabankans í staðinn fyrir stuðninginn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK