Gríska fjárlagagatið stækkar

Niðurskurðaráform grískra stjórnvalda hafa fallið í grýttan jarðveg, í bókstaflegri …
Niðurskurðaráform grískra stjórnvalda hafa fallið í grýttan jarðveg, í bókstaflegri merkingu. YIORGOS KARAHALIS

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópska seðlabankans og Evrópusambandsins hafa uppgötvað 5,5 milljarða evra gat í efnahagsáætlun grískra stjórnvalda til næstu ára. Fulltrúar grískra stjórnvalda hafa fallist á að stoppa þurfi í gatið og þar af leiðandi bætist upphæðin við 28 milljarða evra niðurskurðarfrumvarp sem þing landsins tekur afstöðu til í næstu viku.

Nú þegar er tvísýnt hvort að George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, takist að koma niðurskurðarfrumvarpinu í gegnum þingið. Gatið sem sérfræðingarnir komu augu á eftir að hafa farið ríkisreikninga í vikunni þýðir meðal annars að stjórnvöld í Aþenu þurfa að leggja fram 600 milljónir evra í ár sem ekki hefur verið gert ráð fyrir til að fjárlögin haldi.

Felli gríska þingið niðurskurðarfrumvarpip í næstu viku mun hvorki ESB eða AGS greiða út næsta hluta neyðarlánsins sem veitt var í fyrra. Það myndi leiða til greiðslufalls gríska ríkisins í næsta mánuði.

Greiðsla næsta hluta lánsins myndi þó aðeins fresta vandanum þar sem að grísk stjórnvöld standa frammi fyrir því að óbreyttu að geta ekki staðið við gjalddaga síðar í ár. Til þess að þau geti það þarf ESB að samþykkja nýtt neyðarlán sem er talið er að þurfi að vera ríflega 100 milljarðar evra. Leiðtogar sambandsins hafa einsett sér að ganga frá útfærslu lánsins fyrir 8. júlí.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK