Egypsk stjórnvöld eru hætt við að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans varðandi lán. Þetta segir Samir Radwan, fjármálaráðherra Egyptalands.
Radwan segir í samtali við Reutersað í fjárlögum næsta árs sé því spáð að fjárlagahalli næsta árs muni nema 8,6% af vergri landsframleiðslu í stað 11% líkt og áður hafi verið talið.
Ráðgjafi stjórnvalda segir í samtali við AFP fréttastofunnar að ríkisstjórn landsins hafi að hluta látið undan þrýstingi almennings með þessari ákvörðun. En margir sem tóku þátt í uppreisninni í landinu fyrr á þessu ári vilja ekkert með lán frá AGS að hafa.