Landsbankinn taki Olís hugsanlega yfir

mbl.is/Arnaldur

Landsbankinn mun hugsanlega taka Olís yfir vegna erfiðrar skuldastöðu núverandi eigenda félagsins, að því er kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sagði Stöð 2 að bankinn fari sér þó hægt og sé að vinna með eigendunum. Fram kemur að Olís hafi ekki birt ársreikninga frá árinu 2007.

Fréttastofa Stöðvar 2 segist hafa heimildir fyrir því að starfsmenn Landsbankans hafi átt í samningaviðræðum við núverandi eigendur Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) til að leysa erfiðan skuldavanda félagsins og ekki sé útilokað að skuldum verði breytt í hlutafé og bankinn taki félagið yfir.

Þá segir að málið sé viðkvæmt og bankinn verjist allra frétta verst þó allra frétta af málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK