Stjórnin ábyrg, ekki fjölskyldan

Baugur Group
Baugur Group mbl.is

Jón Ásgeir Jóhannesson hafnar því að hafa borið mesta ábyrgð á því að Baugur hafi keypt eigin bréf af þremur hlutafélögum í eigu helstu hluthafa Baugs árið 2008, en skiptastjóri Baugs hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri vegna meints fjárhagslegs tjóns sem kröfuhafar Baugs urðu fyrir, þegar Hagar voru seldir úr Baugi fyrir 30 milljarða og helmingur söluandvirðisins nýttur til að kaupa bréf í Baugi.

Í greinargerð Jóns Ásgeirs vegna skaðabótamálsins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, hafnar Jón því að hafa borið mesta ábyrgð „ásamt fjölskyldu sinni“ (eins og það er orðað í stefnu skiptastjóra) á kaupum Baugs á eigin bréfum, heldur hafi stjórn félagsins borið ábyrgðina.

En stjórnina skipuðu Jón Ásgeir sjálfur, Jóhannes Jónsson (faðir Jóns Ásgeirs), Ingibjörg Pálmadóttir (eiginkona Jóns Ásgeirs), Kristín Jóhannesdóttir (systir Jóns Ásgeirs), Hreinn Loftsson og Hans Christian Hustad. Segir í greinargerðinni að stjórnin hafi samþykkt viðskiptin, en áður borið þau undir hluthafafund Baugs. En hluthafahópur Baugs var í meginatriðum samsettur af sama fólki og var talið upp hér að framan. Þess má geta að vísað er í „tengsl stjórnarmanna við hluthafa“ í greinargerðinni.

Meðal þess sem skiptastjóri Baugs lagði fram í stefnu vegna skaðabótamálsins voru valdir hlutar úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Ekki verður séð að framlagningin þjóni nokkrum tilgangi með tilliti til málatilbúnaðar stefnanda, auk þess sem skýrslan hefur ekkert sönnunargildi í dómsmáli,“ segir í greinargerð Jóns Ásgeirs.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka