Mesta verðbólga í 10 mánuði

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% í júní
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% í júní Reuters

Vísitala neysluverðs hækkaði í júní um 0,50% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis  hækkaði um 0,53% frá maí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og er þetta mesta verðbólga á Íslandi í tíu mánuði en í ágúst í fyrra var hún 4,5%.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (vísitöluáhrif 0,17%) aðallega vegna 6,9% hækkunar á kjöti og kjötvörum (0,18%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 0,7% (0,08%), þar af voru 0,1% áhrif af hækkun markaðsverðs og -0,02% áhrif af lækkun vaxta.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitalan án húsnæðis einnig um 4,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% sem jafngildir 9,2% verðbólgu á ári (7,9% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis), að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK