Borgaði 210 krónur fyrir evru

Seðlabanki Íslands. Borgaði fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru.
Seðlabanki Íslands. Borgaði fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru. mbl.is/Ernir

Seðlabanki Íslands borgaði fjár­fest­um 210 krón­ur fyr­ir hverja evru í gjald­eyr­isút­boði sem fór fram í dag. Alls keypti Seðlabank­inn 61,7 millj­ón­ir evra.

Alls bár­ust til­boð fyr­ir 71,8 millj­ón­ir evra, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um. Þeir sem seldu Seðlabank­an­um evr­ur fengu verðtryggt rík­is­skulda­bréf til 30 ára í staðinn fyr­ir gjald­eyr­inn. Sam­kvæmt Seðlabank­an­um eru útboð sem þessi liður í los­un gjald­eyr­is­hafta.

Fyr­ir skömmu lauk Seðlabank­inn við gjald­eyr­isút­boð, þar sem bank­inn keypti svo­kallaðar af­l­andskrón­ur gegn greiðslu í er­lend­um gjald­eyri í reiðufé. Í því útboði var miðað við lág­marks­verðið 215 krón­ur á evru, en meðal­verð í því til­boði var 218 krón­ur á hverja evru. Heild­ar­upp­hæð þess útboð var litlu lægri en í útboðinu sem lauk í dag ,eða 61,1 millj­ón evra. 

Sam­kvæmt geng­is­skrán­ingu Seðlabanka Íslands er gengi evr­unn­ar 165 krón­ur á evru. Þeir fjár­fest­ar sem seldu Seðlabank­an­um er­lend­an gjald­eyri í dag fengu því fleiri krón­ur fyr­ir sín­ar evr­ur en tíðkast í gjald­eyrisviðskipt­um al­menn­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka