Bank of America hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem fram kemur að útlit sé fyrir að tap bankans nemi allt að 9,1 milljarði Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðingi.
Segir í tilkynningu frá bankanum að hann hafi samþykkt að greiða 8,5 milljarða dala kröfur vegna fasteignalána og 5,5 milljarða dala vegna annarra krafna.
Um er að ræða dómssátt í máli sem hópur fjárfesta höfðaði gegn bankanum sem töpuðu háum fjárhæðum á fasteignaveðlánum bankans áður en fasteignalánamarkaðurinn hrundi í Bandaríkjunum.