Auknar líkur á vaxtahækkun

mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands seg­ir, að lík­urn­ar á því að á næst­unni kunni að þurfa að hækka vexti til að tryggja að verðbólga og verðbólgu­vænt­ing­ar verði við mark­mið til meðallangs tíma hafi auk­ist.

Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð sem SÍ hef­ur sent rík­is­stjórn­inni um verðbólgu sem er um­fram frá­viks­mörk.  Þar seg­ir að ein helsta ástæða auk­inn­ar verðbólgu á und­an­förn­um mánuðum sé hækk­un hrávöru- og olíu­verðs á alþjóðleg­um mörkuðum, sem í sjálfu sér kalli ekki á aðgerðir í pen­inga­mál­um.

Sam­kvæmt mæl­ingu Hag­stofu Íslands, sem birt var 27. júní, mæld­ist tólf mánaða verðbólga miðað við vísi­tölu neyslu­verðs 4,2% í júní, sem er meira en 1½ pró­sentu frá verðbólgu­mark­miðinu. Frá­viks­mörk verðbólgu­mark­miðsins hafa því verið rof­in á ný eft­ir að verðbólga fór inn fyr­ir þau í sept­em­ber sl. og er það til­efni þess­ar­ar grein­ar­gerðar.

Í bréf­inu seg­ir að Seðlabank­inn hafi talið meg­in­or­sak­ir vax­andi verðbólgu vera þætti sem séu ým­ist tíma­bundn­ir eða utan áhrifa­sviðs pen­inga­stefn­unn­ar. Meiri­hluti pen­inga­stefnu­nefnd­ar bank­ans hafi í meg­in­at­riðum verið sam­mála þessu mati bank­ans. Í ljósi veikr­ar stöðu inn­lends þjóðarbú­skap­ar hafi nefnd­in því haldið vöxt­um óbreytt­um á tveim­ur síðustu vaxta­ákvörðun­ar­fund­um, þrátt fyr­ir vax­andi verðbólgu og hækk­andi verðbólgu­vænt­ing­ar.

„Þó hafa áhyggj­ur nefnd­ar­inn­ar af verðbólgu­horf­um smám sam­an farið vax­andi og sum­ir nefnd­ar­menn talið þörf á að nú þegar verði byrjað að auka aðhald pen­inga­stefn­unn­ar á ný. Á apríl­fundi nefnd­ar­inn­ar vildi einn nefnd­armaður hækka vexti og á júnífundi henn­ar var ákveðið að breyta skila­boðum nefnd­ar­inn­ar um næstu skref á þann veg að lík­legra yrði að vext­ir hækkuðu á næst­unni en að þeir lækkuðu. Lík­ur á því að á næst­unni kunni að þurfa að hækka vexti til að tryggja að verðbólga og verðbólgu­vænt­ing­ar verði við mark­mið til meðallangs tíma hafa því auk­ist,“ seg­ir í bréf­inu.

Þá kem­ur fram að næsti vaxta­ákvörðun­ar­fund­ur pen­inga­stefnu­nefnd­ar sé17. ág­úst nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK