Breskri konu var synjað um starf hjá Iceland Foods keðjunni þar sem hún er með húðflúr. Er það í samræmi við stefnu fyrirtækisins að ráða ekki fólk til starfa sem er með sýnilegt húðflúr. Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu en keðjan er að mestu í eigu skilanefnda Landsbanka og Glitnis.
Konan, Sarah Garton, er einstæð tveggja barna móðir og er atvinnulaus. Húðflúrið sem um ræðir er af blómi og er á hönd hennar. Starfið sem hún sótti um var í ræstingum í verslun Iceland í Devonskíri.
Sjá nánar hér