Helsta ástæða aukinnar verðbólgu á Íslandi er hækkun á hrávöru- og olíuverði á heimsmarkaði. Kjarnaverðbólga mælist hins vegar nálægt markmiði.
Þetta kemur fram í greinargerð sem Seðlabanki Íslands hefur sent viðskiptaráðherra, vegna þess að bankanum hefur ekki tekist að halda verðbólgu innan vikmarka verðbólgumarkmiðs.