Þýskaland sagt undirbúa greiðslufall Grikklands

Kosið um aðhald í gríska þinginu.
Kosið um aðhald í gríska þinginu. Reuters

Vasso Papandreou, þingmaður PASOK-flokks George Papandreou forsætisráðherra Grikklands, segir að þýsk stjórnvöld undirbúi jarðveginn fyrir greiðslufall Grikklands og reyni með áherslum sínum á vettvangi Evrópusambandsins að búa svo um hnútana að greiðslufall kæmi ekki niður á þýskum bönkum.

Papandreou, sem er óskyld forsætisráðherranum, sat eitt sinn í framkvæmdastjórn ESB. Þrátt fyrir að óttast að efnahagsástand í Grikklandi myndi versna við frekari niðurskurð og skilmála áframhaldandi neyðaraðstoðar ESB þá studdi hún aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í gríska þinginu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK