Starfsemi ríkisins í Minnesota hefur stöðvast

Starfsmenn Minnesota-ríkis loka veginum að River State-almenningsgarðinum.
Starfsmenn Minnesota-ríkis loka veginum að River State-almenningsgarðinum. reuters

Starfsemi ríkisins í Minnesota hefur stöðvast sökum þess að ekki náðist samkomulag milli framkvæmda- og löggjafarvaldsins um næstu fjárlög.

Ríkisstjóri Minnesota kemur úr röðum demókrata en repúblikanar eru í meirihluta í þinginu. Deilurnar um fjárlögin eru um margt sambærilegar við deilur flokkanna tveggja um hækkun skuldaþaks bandarísku alríkisstjórnarinnar en þar leggja repúblikanar til að skorið verði niður til þess að mæta hækkun skuldaþaksins en demókratar vilja hækka skatta samhliða niðurskurði.

Mark Dayton, ríkisstjóri, sagði á fundi með blaðamönnum aðfaranótt föstudags að fulltrúar repúblikana á þingi hefðu hafnað tillögum hans um skattahækkanir til að stoppa upp í fimm milljarða gat á fjárlögunum. Þar sem ríkisstjórinn útilokar með öllu að loka fjárlagagatinu eingöngu með niðurskurði á útgjöldum eins og repúblikanar krefjast er ekkert samkomulag í sjónmáli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK