Enn líf í fasteignamarkaði

Fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga á höfuðborg­ar­svæðinu 24. júní til og með 30. júní 2011 var 95, að því er kem­ur fram í töl­um frá Þjóðskrá. Þar af voru 69 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 22 samn­ing­ar um sér­býli og 4 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 2.554 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 26,9 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 7 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Suður­nesj­um. Þar af voru 2 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 4 samn­ing­ar um sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 114 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 16,3 millj­ón­ir króna.

Þá var 13 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Ak­ur­eyri. Þar af voru 5 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli og 8 samn­ing­ar um sér­býli. Heild­ar­velt­an var 340 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 26,1 millj­ón króna. Einnig var 1 kaup­samn­ingi þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Hann var um sér­býli. Upp­hæð samn­ings­ins var 29,9 millj­ón­ir króna.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka