Byr beittur dagsektum

BYR sætir dagsektum.
BYR sætir dagsektum. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Fjármálaeftirlitið beitir Byr dagsektum vegna brot bankans á reglum um skil ársreikninga. Samkvæmt reglum hefði Byr átt að skila inn ársreikningi fyrir síðasta starfsár í mars.

Komið hefur fram að ársreikningurinn verði ekki birtur fyrr en að lokinni sölu á 94% hlut skilanefndar Byrs í bankanum. Búist er við því að salan á bankanum verði frágengin um miðjan þennan mánuð.

Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, að engu fjármálafyrirtæki hafi verið veitt undanþága frá 95. grein laga um fjármálafyrirtæki, en hún kveður á um skil ársreikninga.

Í umfjöllun um málefni bankans segir, að af þessu megi leiða að stofnunin beiti nú Byr dagsektum vegna þessa, en FME getur ekki veitt upplýsingar um aðgerðir gagnvart einstaka fyrirtækjum í þessu samhengi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK