Enn lækkar raungengi krónu

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,2% á milli maí og júní á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Þessi lækkun er tilkomin vegna lækkunar á nafngengi krónunnar á tímabilinu sem lækkaði um 0,6% í júní m.v. vísitölu meðalgengis.

Verðlag hefur vegið eitthvað upp á móti áhrifum nafngengis á raungengi á þessu tímabili en það hækkaði um 0,5% m.v. vísitölu neysluverðs á sama tíma. Þetta má sjá í tölum sem Seðlabanki Íslands birti í gær en fjallað er um málið í Morgunkorni Íslandsbanka.

„Nú hefur raungengi krónunnar lækkað stöðugt frá nóvember á síðasta ári á ofangreindan mælikvarða og nemur lækkunin á því tímabili 5,4%. Þessa lækkun má rekja til lækkunar á nafngengi krónunnar á tímabilinu en það hefur lækkað um 6,9% frá því í nóvember m.v. vísitölu meðalgengis.

Af þessu má sjá að verðlag hér á landi hefur verið að hækka nokkuð umfram verðlag erlendis á þessum tíma og þar með vegið upp á móti áhrifum nafngengislækkunarinnar á raungengið. M.v. vísitölu neysluverðs hefur verðlag hækkað um 3,8% frá því í nóvember síðastliðnum," segir í Morgunkorni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK