Moody's lækkar einkunn Portúgals

Þinghúsið í Lissabon.
Þinghúsið í Lissabon.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgals um fjóra flokka, úr Baa1 í Ba2 eða í svonefndan ruslflokk. Segir Moody's að líkur séu á að einkunnin lækki enn frekar.

Moody's segir, að þessi ákvörðun endurspegli vaxandi hættu á, að Portúgal þurfi á frekari fjárhagsaðstoð að halda áður en ríkissjóður landsins getur sótt lánsfé á alþjóðlega fjármagnsmarkaði. 

Moody's lækkaði einkunn Portúgals síðast um einn flokk í apríl. Fór einkunnin þá úr A3 í Baa1.

Einkunn íslenska ríkisins hjá Moody's er nú Baa3, sem er lægsta einkunnin í svonefndum fjárfestingarflokki.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK