365 með 47% í Birtíngi

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. mbl.is/Ómar Óskarsson

365 miðlar ehf. eignuðust 47% hlut í Hjálmi, aðaleiganda útgáfufélagsins Birtíngs, í janúar síðastliðinn. Austursel, félag í eigu Hreins Loftssonar, á eftir þau viðskipti 53% hlut í Hjálmi.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir tilganginn ekki vera þann að hafa afskipti né nánara samstarf við Birtíng. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins en nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Hjálmur er eigandi að 64% hlut í Birtíngi. Afgangurinn er í eigu Austursels og Birtíngs sjálfs. 365 miðlar eiga því um þriðjungseignarhlut í Birtíngi. Birtíngur er stærsti útgefandi tímarita á Íslandi. Fyrirtækið gefur út Gestgjafann, Hús og Híbýli, Mannlíf, Nýtt Líf, Vikuna, Séð og Heyrt, Söguna Alla, Júlíu og Heilsu auk þess sem það á bókaútgáfuna Skugga. Birtíngur tapaði um 340 milljónum króna á árunum 2008 og 2009 en hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK