Óvíst með markmið um jöfnuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Ekki er víst að mark­mið um jöfnuð í rík­is­fjár­mál­um ná­ist árið 2013, að sögn Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, for­manns fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is. Líkt og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær höfðu þrír fjórðu hlut­ar af áætluðum halla alls árs­ins safn­ast á fyrstu fimm mánuðum árs­ins.

Í um­fjöll­un um mál þetta í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag bend­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra þó á, að hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs legg­ist í meira mæli til á fyrri hluta árs­ins en þeim seinni. Útlit sé því fyr­ir að for­send­ur fjár­laga árs­ins hefðu staðist að óbreyttu. Hins veg­ar hafi komið til mik­ill óreglu­leg­ur kostnaður auk nýrra kjara­samn­inga og skuld­bind­inga sem þeim fylgja, sem gera strik í reikn­ing­inn varðandi seinni hluta árs­ins.

Aðspurður seg­ir Stein­grím­ur ým­is­legt valda því að hall­inn sé meiri fram­an af ár­inu, út­gjöld falli til jafnt og þétt en tekj­ur á til­tekn­um gjald­dög­um séu í meira mæli á seinni hluta árs­ins. „Það er aðdá­un­ar­vert hvað þetta hef­ur hald­ist vel sam­kvæmt áætl­un. Það hef­ur náðst mik­ils­verður ár­ang­ur í að hemja út­gjöld og halda þeim inn­an fjár­heim­ilda.“


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK