Hlutabréf í frjálsu falli

Reuters

Algjör örvænting virðist vera á hlutabréfamörkuðum víða um Evrópu nú í morgunsárið. Í Mílanó hefur hlutabréfavísitalan lækkað um rúm 4% frá því viðskipti hófust klukkan sjö í morgun.

Hlutabréf í þýskum bönkum og tryggingafélögum hafa lækkað mikið í morgun í kauphöllinni í Frankfurt. Er það rakið til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af lánveitingum þeirra til Ítalíu.

Hlutabréf Deutsche Bank, stærsta einkabanka Þýskalands, hafa lækkað um 5,44% í morgun og hlutabréf Commerzbank um 4,39%.  Hlutabréf tryggingafélagsins Allianz hafa lækkað um 3,54%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK