Lánshæfiseinkun Bandaríkjanna hugsanlega lækkuð

Reuters

Matsfyrirtækið Moody's segir hugsanlegt að það endurskoði lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna vegna þess að auknar líkur séu á að samkomulag takist ekki í tíma um aðgerðir til að takast á við skuldir ríkissjóðs.

Skuldabréf ríkissjóðs Bandaríkjanna eru í hæsta flokki, þ.e. þrefalt A.

Repúblikanar og demókratar hafa síðustu vikur deilt um hvernig eigi að takast á við vaxandi skuldir ríkissjóðs, en hann er rekinn með miklum halla. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir.

Moody's telur að ef ekki takist í tíma að ná samkomulagi aukist lítillega áhætta af því að eiga bandaísk skuldabréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK