Gríðarlegur gróði hjá Google

Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Google nam 2,51 milljarði dala, 295 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins og jókst um 36% frá sama tímabili í fyrra.

Gengi hlutabréfa Google hækkaði um rúmlega 12% í 594,90 dali í rafrænum viðskiptum eftir að árshlutauppgjörið var birt í kvöld.  

Tekjur Google námu 9 milljörðum dala á tímabilinu og jukust um 32% milli ára. Rúmlega helmingur teknanna myndaðist utan Bandaríkjanna.

Starfsmenn Google voru 28.768 í lok fjórðungsins og fjölgaði þeim um tæplega 2500 milli ára.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK