Ítalir láta reyna á skuldabréfasölu

Frá Róm, höfuðborg Ítalíu.
Frá Róm, höfuðborg Ítalíu. Reuters

Búist er við að stjórnvöld á Ítalíu muni í dag gera tilraun með að selja ríkisskuldabréf í því skyni að kanna möguleika ríkisins til þess að halda áfram að fjármagna sig á markaði. Hins vegar þykir ljóst að jafnvel þó salan á bréfunum gangi vel hverfi ekki áhyggjur af efnahagsmálum Ítala til lengri tíma litið.

Fjármálaráðuneyti Ítalíu hyggst halda fjögur útboð í dag á skuldabréfum með föstum vöxtum að upphæð á milli 3-5 milljarða evra. Mikilvægt er að vel takist til að sögn Reuters fréttaveitunnar, ekki aðeins fyrir Ítalíu sjálfa sem vill gjarnan sýna fram á að landið sé ekki í sömu vandræðum og Grikkland, Írland og Portúgal, heldur einnig fyrir evrusvæðið í heild.

Ef útboð gengur á hinn bóginn illa gæti það haft mjög slæmar afleiðingar að sögn Silvio Peruzzo, hagfræðings hjá Royal Bank of Scotland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK