Óbreytt verðbólga á evru-svæðinu

Verðbólga hélst óbreytt á evru-svæðinu í júní
Verðbólga hélst óbreytt á evru-svæðinu í júní Reuters

Verðbólga mældist 2,7% á evru-svæðinu í júní og er óbreytt á milli mánaða. Er hún lítillega yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Evrópu sem eru 2%. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á síðasta vaxtaákvörðunardegi meðal annars til þess að koma í veg fyrir aukinn verðbólguhraða á svæðinu.

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili fór í 2,8% í apríl og er það mesta verðbólga sem mælst hefur á evru-svæðinu í þrjátíu mánuði. Um samræmda vísitölu neysluverðs er að ræða og samkvæmt henni mældist verðbólga á Íslandi 4,8%.

 Verðbólga mældist að meðaltali 3,1% í ríkjum Evrópusambandsins í júní en var 3,2% í maí. Samræmd vísitala neysluverð minnkaði um 0,1% milli mánaða í ríkjum ESB en stóð í stað á evru-svæðinu. 

Á evrópska efnahagssvæðinu reyndist verðbólgan mest í Rúmeníu 8% en næstmest í Eistlandi, 4,9%. Ísland og Litháen fylgja fast á eftir með 4,8% verðbólgu.

Í Sviss var verðbólgan ekki nema 0,6% í júní, 1,3% í Noregi og 1,5% í Svíþjóð.

Sjá nánar hér 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK