Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic

Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti.
Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti. Reuters

Fjár­málaráðherra Ítal­íu, Giulio Tremonti, sagði í umræðum á ít­alska þing­inu í gær, um þær aðhaldsaðgerðir í efna­hags­mál­um sem stjórn­völd hyggj­ast grípa til upp á 45 millj­arði evra, að efna­hagskrís­an í Grikklandi „færi um heim­inn eins og stökk­breytt vera.“ Frá þessu seg­ir í breska viðskipta­blaðinu Fin­ancial Times.

Tremonti gagn­rýndi Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, harðlega fyr­ir póli­tíska aðkomu henn­ar að því verk­efni að bjarga evru­svæðinu. Líkti hann Þjóðverj­um við farþega á fyrsta far­rými farþega­skips­ins Tit­anic sem sigldi á ís­jaka aust­ur af Ný­fundna­landi árið 1912 í jóm­frú­ar­ferð sinni og sökk með þeim af­leiðing­um að fjöldi manns týndi lífi.

„Í dag stend­ur Evr­ópa frammi fyr­ir fundi við ör­lög­in. Björg­un kem­ur ekki í gegn­um fjár­mál­in held­ur stjórn­mál­in. En stjórn­mál­in mega ekki gera fleiri mis­tök,“ sagði Tremonti. „Rétt eins og á Tit­anic þá geta ekki einu sinni farþegar á fyrsta far­rými bjargað sér.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK